Um Magnús Garðarsson

Eftir að hafa eytt fyrstu níu árum ævinnar á Íslandi flutti Magnús Garð­ars­son til Danmerkur ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þar hefur hann búið bróðurpart ævi sinnar þar til hann flutti aftur til Íslands árið 2014. Í Danmörku kynntist hann dönskum lífsförunauti sínum og átti með henni tvö börn. Magnús á einnig tvö önnur börn úr fyrra sambandi. Hann er umhverfisverkfræðingur að mennt, en hann lauk grunnnámi í verkfræði og meistaragráðu í umhverfisverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Eftir námið réð Magnús sig til danska ráðgjafa og verktakafyrirtækisins Kampsax. Rekstur þess var síðar keyptur af ráðgjafafyrirtækinu COWI. Þarr starfaði Magnús samtals í 10 ár, og ákvað svo að stofna sinn eigin rekstur með dönskum félaga sínum árið 2004. Saman settu þeir á laggirnar þróunarfélagið Tomahawk Development, sem þeir ráku næsta áratuginn.

Árið 2014 ákvað Magnús að tími væri kominn til að snúa aftur heim til Íslands eftir að hafa flogið milli landsins og Danmerkur í nokkurn tíma. Hann stofnaði þar United Sil­icon á Íslandi sem reisti fyrstu kís­il­verk­smiðju landsins í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ. Hann starfaði fyrst sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og er nú stjórnarmaður.

Sérsvið Magnúsar er verkefnastjórnun og fjármögnun, og félag hanns er meðlimur í Samtökum Atvinnulífsins og Samtökum Iðnaðarins.

Magnús er mikill íþróttamaður, og hefur stundað klettadýfingar af krafti og er einnig liðtækur í tennis. Hann hefur afrekað það að verða tvöfaldur Danmerkurmeistari í  Ólýmpískum dýfingum. Seinna tók Magnús upp klettadýfingar, og varð meðal þeim bestu í heimi árinn 1998 til 2003 og varð bæði Evrópu og heimsmeistari í klettadýfingum árið 2003.  Á meðan hann tók hluta af verkfræðinámi sínu við Florida Atlantic háskólann í Boca Raton í Bandaríkjunum naut hann handleiðslu yfirburða þjálfara skólans í klettadýfingum. Draumur hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 varð úti eftir meiðsli á hné, en hann hefur þó haldið áfram að stunda klettadýfingar eins og sjá má á fjölmörgum myndböndum á netinu.

Magnús á aflmesta rafbíl Íslands, Tesla S P85D, en hann er mikill áhugamaður um umhverfisvæna orku og rafbíla. Önnur Tesla bíður hans í Danmörku sem er hans annað heimili. Hann beið í fjögur og hálft ár eftir sínum fyrsta rafbíl þegar Tesla kom fyrst á markað. Magnús má finna í heimsmetabók Guinness eftir að hann tók nýlega þátt í lengstu samfelldu röð rafbíla, en hann var í hópi 220 ökumanna sem óku yfir Eyrarsundsbrúna frá Malmö til Kaupmannahafnar.

Norrænn matur er í miklu eftirlæti hjá Magnúsi. Hann heldur einnig upp á kvikmyndina Hringadróttinssögu, sjálfsævisögu Bill Clinton, „My Life” og breska söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.